JA cPanel

OneSystems Ísland

OneBigBrother
OneBigBrother gerir þér kleyft að fylgjast með því sem gerist í stjórnsýslukerfunum frá OneSystems. » meira
OneCrm
OneCrm heldur utan um skjöl og samskipti við viðskiptavini og birgja. Hægt að flokka viðskiptavini á ýmsa vegu sem greina má síðar. » meira
OneContract
OneContract Minnkaðu áhættu í rekstri með góðri yfirsýn yfir samninga og skuldbindingar með góðu samningakerfi. » meira

Ríkisendurskoðun semur um kaup á nýju skjalastjórnunarkerfi

Ríkisendurskoðun gerir samkomulag um kaup á nýju skjalastjórnunarkerfi
- Ný kerfi hjá Ríkisendurskoðun frá OneSystems

Ríkisendurskoðun hefur gert samkomulag um kaup á kerfum frá One Systems. Nýju kerfin munu leysa af hólmi eldri kerfi. Um er að ræða kerfin:

  • One Records, sem er mála og skjalastjórnunarkerfi sem gerir fyrirtækjum og stofnunum kleift að stofna mál og flokka skjöl undir þau. Hvert mál hefur ákveðinn líftíma, öryggi, ábyrgðarmann, einkvæmt númer, málaflokkun, málalykil og aðrar upplýsingar sem skipta máli við úrvinnslu málsins.

Kerfin byggja á Microsoft stýrikerfum og vef-viðmóti og uppfylla ýtrustu kröfur um skjalaöryggi og rekjanleika. Helstu kostir One kerfa eru léttur biðlari, hraði, öflugar aðgangsstýringar, öryggi á gögn ásamt einföldu og þægilegu viðmóti fyrir notandann og þægileg vinnsla á móti Microsoft Office.

Um Ríkisendurskoðun

Ríkisendurskoðun er sjálfstæð stofnun sem starfar á vegum Alþingis skv. lögum nr. 86/1997. Hún er hluti löggjafarvaldsins og þáttur í eftirliti þess með framkvæmdarvaldinu. Meginhlutverk hennar er að endurskoða ríkisreikning og reikninga ríkisaðila, hafa eftirlit með og stuðla að umbótum á fjármálastjórn ríkisins og nýtingu almannafjár. Forsætisnefnd Alþingis skipar yfirmann stofnunarinnar, ríkisendurskoðanda, til sex ára. Megingildi Ríkisendurskoðunar eru fagmennska, heilindi, óhlutdrægni, óhæði og trúverðugleiki.

www.rikisend.is

Á myndinni að ofan frá vinstri: Lárus Ögmundsson frá  Ríkisendurskoðun og Ingimar Arndal, framkvæmdastjóri OneSystems við undirskrift samninga.

Á myndinni að ofan frá vinstri: Lárus Ögmundsson frá Ríkisendurskoðun og Ingimar Arndal, framkvæmdastjóri OneSystems við undirskrift samninga.

Fréttayfirlit OneSystems - yfirlit allra frétta

 

Sími þjónustudeildar

Þjónustudeild

Samband
sími: 588 1050
og 588 1060
opið: 9-17 virka daga

TeamViewer hjálp í gegnum netið

Söludeild

Söludeildsími. 660-8551
tölvupóstur:

Umsagnir

"OneSystems býr yfir mikilli þekkingu og reynslu á þörfum íslenskra sveitarfélaga"
Óðinn Gunnar Óðinsson þróunarstjóri Fljótsdalshéraðs

"Á tímum stöðugra breytinga hafa lausnir OneSystems verið í lykilhlutverki í umhaldi mikilvægra upplýsinga og miðlun þeirra til og frá íbúum og til stjórnenda sveitarfélagsins."

FljótsdalshéraðÓðinn Gunnar Óðinsson,
Þróunarstjóri Fljótsdalshéraðs

OneSystems

OneDymo.png